Markús Marelsson, GK. Mynd: seth@golf.is
Auglýsing

Markús Marelsson var á biðlista fyrir Íslandsmótið í golfi 2002 og hann beið spenntur eftir því að fá tækifæri til að keppa ef einhver forföll yrðu í keppendahópnum. Markús, sem er fæddur árið 2007, fékk símtalið sem hann hafði beðið eftir daginn fyrir fyrsta keppnisdaginn. 

„Ég var alltaf að skoða keppendalistann og sjá hvort einhverjar breytingar væru á honum. Síðan fékk mamma símtal frá mótstjórninni og ég hoppaði og fagnaði þegar hún sagði mér fréttirnar. Ég var mjög glaður að fá tækifærið að keppa á þessu móti,“ segir Markús en hann er yngsti keppandinn á Íslandsmótinu, 13 ára gamall. 

Markús keppir fyrir Keili í Hafnarfirði en hann er búsettur á Álftanesi. Markús hóf golfferilinn hjá GKG en hann valdi að fara í Hafnarfjörðinn þar sem að Hvaleyrarvöllurinn heillaði hann mikið.

Rafn Stefán Rafnsson og Markús Myndsethgolfis

„Mér leið vel í GKG og aðstaðan er frábær hjá þeim. Hvaleyrarvöllurinn hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér, og sérstaklega flatirnar, þær eru eins og í útlöndum. Það var eiginlega ástæðan fyrir því að ég valdi að fara í Keili. Ég æfi mig mjög mikið og stundum er ég í 10 tíma úti á golfvelli að æfa mig og leika mér með vinum mínum,“ segir Markús. 

Íslandsmótið 2020 var eftirminnilegt hjá Markúsi og hann hafði gaman af því að leika með Rafni Stefaní Rafnssyni úr GB og Einari Bjarna Helgasyni úr GFH.

„Það var gott að vera með þeim í ráshóp og þeir hjálpuðu mér mikið. Við töluðum mikið saman og mér leið vel með þeim. Ég var tilbúinn að keppa þar sem ég hafði tekið æfingahring fyrir mótið í þeirri von að ég kæmist inn. Það gekk eftir.“


Markús lék frábært golf á öðrum keppnisdeginum í morgun og bætti hann sig um 6 högg frá fyrsta hringnum. Markús lék á 10 höggum yfir pari vallar samtals og í dag lék hann á +2 þrátt fyrir að hafa fengið þrefaldan skolla á 11. 

„Ég var ánægður með púttin á mótinu og ég setti niður nokkur mjög góð pútt í dag fyrir fuglum. Eina holan sem fór illa með mig var 11. Ég reyndi að leika hana sem par 5 holu, hún er það löng fyrir mig, en ég týndi upphafshögginu og fór til baka á teiginn, og fékk 7. Eftir það lék ég á tveimur höggum undir pari og það var góður endir.“

Markús ætlar sér eins langt og hægt er í golfíþróttinin og hann nýtir hverja stund til að æfa sig. „Ég er með gott æfingasvæði á Álftanesi en ég fer mjög oft út á tún sem er við golfvöllinn til að slá á grasi. Þar slæ ég kannski 100-200 bolta. Annars er ég mest úti í Keili að æfa mig,“ sagði Markús Marelsson við golf.is.  

Staðan í mótinu er hér:

Rafn Stefán Rafnsson og Markús Myndsethgolfis
Markús Marelsson GK Mynd sethgolfis
Markús Marelsson GK Mynd sethgolfis
Markús Marelsson GK Mynd sethgolfis
Markús Marelsson GK Mynd sethgolfis
Markús Marelsson GK Mynd sethgolfis
Markús Marelsson GK Mynd sethgolfis
Markús Marelsson GK Mynd sethgolfis

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ