Golfsamband Íslands

Yngsti keppandinn í karlaflokki slær fyrsta högg Íslandsmótsins

Bjarni Þór Lúðvíksson, yngsti kylflingurinn í karlaflokki, slær fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2018 kl. 7.30 að morgni fimmtudagsins 26. júlí. Bjarni Þór er fæddur þann 27. júlí árið 2004 og verður hann því 14 ára á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins.

Bjarni Þór á ættir að rekja til Vestmannaeyja. Faðir hans er Eyjamaðurinn Lúðvík Bergvinsson, fyrrum alþingsmaður. Bjarni er í Golfklúbbi Reykjavíkur og er Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, mun setja mótið með formlegum hætti kl. 7.20 fimmtudaginn 26. júlí.

Rástímarnir á 1. keppnisdegi eru hér fyrir neðan. Margir áhugaverðir ráshópar eru á þessum lista.

Axel Bóasson úr Keili hefur titilvörnina kl. 9.40 og verður hann í ráshóp með Íslandsmeistaranum frá árinu 2008, Kristjáni Þór Einarssyni úr GM. Ingvar Andri Magnússon (GKG), Íslandsmeistari í flokki 17-18, verður með þeim í ráshóp.

Á eftir þeim, kl. 9.50,  kemur ráshópur sem er áhugaverður, landsliðskylfingarnir Aron Snær Júlíusson (GKG) og Gísli Sveinbergsson (GK) leika með atvinnukylfingnum Haraldi Franklín Magnús.

Landsliðskylfingarnir Andrea Björg Bergsdóttir (GKG) og Saga Traustadóttir (GR) hefja leik með atvinnukylfingnum Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr Keili kl. 11.30

Elsa Valgeirsdóttir á þönum við golfskálann í Eyjum Þetta eru einu augnablikin þar sem hægt er að ná mynd af framkvæmdastjóra GV Myndsethgolfis
Exit mobile version